Björg V Jónsdóttir

ID: 19415
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Akrabyggð
Dánarár : 1939

Björg Vilhelmína Jónsdóttir fæddist 8. nóvember, 1884 í Akrabyggð í N. Dakota. Dáin 15. janúar, 1939 í Wynyard.

Maki: 22. ágúst, 1905 Hallgrímur Sigurjónsson f. 23. ágúst, 1882 í S. Þingeyjarsýslu. Dáinn í Winnipeg 19. júlí, 1968. Axdal vestra

Börn: 1. Guðrún f. 23. febrúar, 1906 2. Ólöf f. 22. desember, 1907 3. Jakobína f. 30. september, 1909.

Björg var dóttir Jóns Jónssonar úr Dalasýslu og Helgu Ólafsdóttur landnema í N. Dakota. Hallgrímur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1890 með foreldrum sínum, Sigurjóni Jónssyni og Guðrúnu Jóhannesdóttur. Þaðan lá svo leið fjölskyldunnar til N. Dakota. Hallgrímur nam land í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905 og flutti á það árið 1907. Bjó á því í 20 ár en flutti þá í Wynyard þorpið þar sem hann bjó til ársins 1954 en þá flutti hann til Winnipeg.