ID: 13940
Fæðingarár : 1839
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Björn Benediktsson fæddist í S. Múlasýslu árið 1839.
Ókvæntur og barnlaus.
Hann flutti vestur til Kanada árið 1883 með móður sinni, Sigríði Gísladóttur og bróður sínum Þórði og fjölskyldu hans. Þau settust að nærri Akra í N. Dakota og bjuggu þar til ársins 1894. Þá fluttu þau í Mouse River byggð þar sem þeir bræður námu lönd nálægt Upham þorpinu.
