
Björn Björnsson and Kristjana Photo RbQ
Björn Björnsson fæddist 30. september, 1885 í Húnavatnssýslu. Dáinn 1969 í Vancouver.
Maki: Kristjana Sveinsdóttir f. 1888, d. 1971 í Vancouver. Svenson
Börn: 1. Harold f.1910 2. Carl f. 1914 3. Anna f. 1915 4. Verne f. 1917 5. Sophie f. 1919 6. Barney f. 1920.
Björn flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með móður sinni, Önnu Sæmundsdóttur. Þau settust að í Selkirk þar sem Björn ólst upp. Hann vann við trésmíðar áður en hann flutti í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905. Þar nam hann land, hóf búskap en byggði jafnframt ótal íbúðarhús, hlöður og fjós í ungri byggð vestur af Wyntard. Árið 1926 hætti hann búskap og sneri sér að bílasölu. Flutti til Wynyard þar sem hann bjó til ársins 1937, þá flutti hann til Vancouver og fékkst þar við húsbyggingar.
