Björn Björnsson

ID: 10132
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : N. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1938

 

Séra Björn Björnsson Mynd VÍÆ 4

Björn Björnsson fæddist 19. júní, 1870 í N. Þingeyjarsýslu. Dáinn í Winnipeg í Manitoba 13. maí, 1938. Rev. Björn B. Jónsson vestra.

Maki: 1) 22. maí, 1893 Sigurbjörg Stefánsdóttir f. S. Múlasýslu 29.september, 1872, d. 3. febrúar, 1905 í Minneota í Minnesota. 2) 22. júní, 1908 Ingiríður Guðmundsdóttir f. 20. október, 1878 í Mýrasýslu, d. 26. apríl, 1951.

Börn: Með Sigurbjörgu 1. Emil Þórður f. 16. september, 1894 2. Anna Stefanía f. 20. maí, 1896 3. Agnes f. 25. júlí, 1898 4. Ester f. 27. september, 1900 5. Sigurbjörg María f. 24. janúar, 1905, d. 26. desember, 1908 úr berklum. Með Ingiríði: 1. Ralph Passavant f. 8. janúar, 1911, d. 1953 2. María Sigurbjörg f. 13. mars, 1914 3. Lillian Guðný f. 6. apríl, 1916.

Björn flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með foreldrum sínum, Birni Jónssyni og Þorbjörgu Björnsdóttur. Björn gekk menntaveginn og varð prestur. Hann þjónaði í íslensku byggðinni í Minnesota frá 1894 til ársins 1914 og var prestur í Fyrstu Lútersku kirkjunni í Winnipeg frá 1914 til 1938.