Björn Hjörleifsson

ID: 13434
Fæðingarár : 1859
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1922

Björn Hjörleifsson fæddist í Seyðisfirði í S. Múlasýslu árið 1859. Dáinn 1922.

Maki: Guðbjörg Jónsdóttir f. N. Þingeyjarsýslu árið 1857

Börn: 1. Ingibjörg f. 1883 fór vestur 1903 2. Jóna f. 1887 giftist á Íslandi 3. Hjörleifur f.1888  fór vestur 1911 4. Kristbjörg f. 1891 fór vestur 1912 5. Lára f. 1894 fór vestur 1912.

Björn og Guðbjörg fóru vestur árið 1913 og voru þá fjögur börn þeirra farinn vestur. Fóru fyrst til Winnipeg þar sem þau bjuggu í tvö ár. Þaðan lá leiðin í Pine Valley byggð þar sem þau bjuggu á landi sínu til ársins 1922.