
Björn Hjörleifsson Mynd HILW
Björn Hjörleifsson fæddist í N. Múlasýslu 22.apríl, 1867. Dáinn 25. desember, 1941.
Maki: 12. ágúst, 1894 Guðrún Jóhanna Einarsdóttir fæddist í A. Skaftafellssýslu 20. ágúst, 1876, d. í Winnipeg 15. janúar, 1961.
Börn: 1. Gunnlaugur (Laugi) Byron f. í Winnipeg 25. júlí, 1894, d. í Frakklandi 16. ágúst, 1918 2. Robert Ingersoll (Ingi) f. á Willow Point 5. október, 1896 3. Ólafur Snorri f. 1898, drukknaði í Winnipegvatni 2. nóvember, 1910 4. Vilfred (Villi) Tryggvi f. 1902 5. Björn (Bjössi) f. 1904 6. Sigurjóna (Jean) Guðrún f. 1906 7. Jóhanna (Joey) Guðrún f. 9. ágúst, 1909 8. Ólafur Snorri f. 3. janúar, 1912, d. 31. september, 1929 9. Guðlaug Lilja María f. 15. apríl, 1914 10. Þórarinn (Thor) f. 24. febrúar, 1916 11. William Allen Carr f. 9. mars, 1918 12. Pálína Ragnheiður f. 1921.
Björn og Guðrún fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 og gengu þar í hjónaband ári síðar. Þaðan fluttu þau á Víðirnes (Willow Point) í Nýja Íslandi þar sem þau bjuggu til aldamóta. Trúlega neyddi hækkandi vatnsborð Winnipegvatns þau af landi sínu á tanganum því þau settust að norður við Íslendingafljót. Stunduðu búskap til ársins 1939 en þá fluttu þau til Riverton.
