ID: 20130
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1912

Björn Ingólfur Gestsson Mynd VÍÆ II
Björn Ingólfur Gestsson fæddist í Blaine í Washington 28. apríl, 1912. Hann tók föðurnafn afa síns, Sigurgeirs Stefánssonar. Stephanson vestra.
Maki: Margaret Mardesich, slavneskrar ættar.
Börn: upplýsingar vantar.
Björn var sonur Gests Sigurgeirssonar og Herdísar Eggertsdóttur, sem fluttu´frá Winnipeg, nýgift, vestur til Blaine í Washington. Björn lærði pappírsgerð og vann í Bellingham.