ID: 20508
Fæðingarár : 1920
Dánarár : 1995

Dr. Björn Jónsson Mynd VÍÆ II
Björn Jónsson fæddist á Sauðárkrók í Skagafjarðarsýslu 21. maí, 1920. Dáinn í Manitoba 19. febrúar, 1995.
Maki: Iris Muriel Reio f. 28. júní, 1926, írskrar ættar.
Börn: 1. Jón f. 5. febrúar, 1949 2. Randver Fitzgerald f. 8. febrúar, 1951 3. Atli Brian f. 9. september, 1954 4. Álfheiður Seilagh f. 21. október, 1955. Björn átti stúlku, Geirlaugu f. 25. desember, 1939 á Íslandi.
Að loknu grunnskólanámi fór Björn í Menntaskólann á Akureyri og lauk þar stúdentsprófi árið 1940. Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands í Reykjavík og lauk Björn læknisfræðinámi árið 1947. Hann flutti til Vesturheims árið 1948, stundaði nám í Winnipeg í tvö ár, varð síðan læknir á nokkrum stöðum í Manitoba, síðast í Swan River.