
Björn Sigvaldason Mynd Well Connected

Jóhanna Sigurðardóttir með Guðlaugu dóttur sína Mynd Well Connected
Björn Sigvaldason fæddist í N. Múlasýslu 26. desember, 1874. Barney Freeman vestra.
Maki: 1. Jóhanna Sigurfríð Sigurðardóttir f. 26. mars, 1875 í Dalasýslu.
Börn: 1. Sigurður f. 18. nóvember, 1897, 1916 í Frakklandi 2. Hólmfríður (Freda) 25. október, 1901 3. Geirfríður Benónína f. 10. ágúst, 1903 4. Marta (Martha) Kristbjörg f. 30. janúar, 1906 5. Jóhanna Birgitta f. 11. nóvember, 1907 6. Björn Kristjón f. 10. febrúar, 1910 7. Guðlaug f. 26. febrúar, 1912 8. Guðrún Erlendína (Ella) f. 18. október, 1914 9. María Kristín f. 13. maí, 1915 10. Björg Sigurrós f. 9. janúar, 1918. Öll fædd í Selkirk í Manitoba.
Björn flutti vestur með móður sinni, Sigríði Jónsdóttur árið 1879. Þau fóru til Nýja Íslands og þangað fór Jóhanna árið 1887 með sínum foreldrum, Sigurði Erlendssyni og Hólmfríði Steindórsdóttur. Björn vann við flutninga á Winnipegvatni og bjuggu þau lengstum í Selkirk.
