ID: 16501
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1889

Björn Þ Björnsson Mynd VÍÆ I
Björn Þorláksson fæddist í Hensel í N. Dakota 3. febrúar, 1889. Björnsson vestra.
Ókvæntur og barnlaus.
Björn var sonur Þorláks Björnssonar og Hólmfríðar Sigurðardóttur landnema í N. Dakota árið 1883. Þau námu land fyrst nærri Mountain en keyptu seinna jörð í Akrabyggð. Björn ólst þar upp, tók svo við jörðinni eftir 1916 og bjó þar til ársins 1944, flutti þá til Cavalier. Björn lagði sitt af mörkum til íslenska samfélagsins, var í sveitastjórn, sat í skólanefnd og stjórn Vídalínssafnaðar.
