ID: 20531
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1916

Jónína Kristín Árnason Mynd VÍÆ III
Björn Valdimar Árnason fæddist á Gimli 25. maí, 1916.
Maki: 6. september, 1941 Jónína Kristín (Christine) f. 25. ágúst, 1919 í Manitoba. Benson fyrir hjónaband.
Börn: 1. Patricia Joanne f. 29. mars, 1944 2. Valdine Elizabeth f. 29. ágúst, 1948 3. Timothy Grant f. 30. október, 1956. Öll fædd á Gimli.
Björn var sonur Jóhanns Vilhjálms Árnasonar og Guðrúnar Björgu Björnsdóttur á Gimli. Hann gekk þar í skóla en ungur byrjaði hann að vinna við fiskveiðar í Winnipegvatni. Þá vann hann í námum í Ontario. Árið 1945 stofnaði hann verslunarfyrirtæki, Tip Top Market með Jóhanni, bróður sínum á Gimli. Jónína var dóttir Jóhannesar Kristmundssonar og Jónasínu Guðmundsdóttur í Manitoba.