Björnlaug Eyjólfsdóttir

ID: 5491
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1942

Björnlaug Eyjólfsdóttir f. 13. júní, 1861 í Húnavatnssýslu. Dáin 23. nóvember, 1942 í Spanish Fork. Legga eða Lauga Anderson vestra.

Maki: 1) 6. september, 1885 Bóas Arnbjörnsson f. 3. ágúst, 1855 í S. Múlasýslu, d. í Spanish Fork 28. mars, 1908. Boas Anderson vestra. 2) 16. september, 1921 Runólfur Runólfsson f. 10. apríl, 1851 í Vestmannaeyjum, d. 20. janúar, 1929.

Börn: Með Bóasi: 1. Björn Nul f. 1884, d. 1885 2. Thurren Guðrún f. 1886 3. Elínbjörg f. 1888, d. 1966 4. Bóas Eyjólfur Bruce f. 1891, d. 1937 5. Valgerður Auðbjörg f. 1893, d. 1959 6. Valdemar George f. 1895, d. 1979 7. Rose f. 1897, d. 1969.

Bóas fór einsamall vestur til Ameríku árið 1883 og sama ár fór Björnlaug með sínum foreldrum og systkinum. Hvort þau hafi þekkst áður eða kynnst í vesturförinni er ógerlegt að segja en heimild í Utah segir þau hafa komið þangað saman árið 1885. Bóas vann við trésmíði fyrst um sinn vann síðan við hvaðeina sem gafst og oft var hann langtímum saman að heiman. Heimili þeirra var þó ætíð í Spanish Fork.