Böðvar Jónsson

ID: 1349
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : Árnessýsla

Guðrún Tómasdóttir

Böðvar Jónsson

Böðvar Jónsson fæddist 23. maí, 1869 í Árnessýslu. Johnson vestra.

Maki: Guðrún Tómasdóttir f. 14. september, 1864 í Árnessýslu.

Börn: 1. Jónas 2. Tómas 3. Haraldur 4. Archibald 5. Ingibjörg 6. Kristín 7. Jónína

Böðvar fór vestur til Winnipeg í Manitoba ásamt móður sinni  og systur  árið 1886 og þaðan rakleitt til Þingvallabyggðar í Saskatchewan. Hóf hann með þeim búskap þar í sveit. Samferða honum  vestur var Guðrún Tómasdóttir.  Hún varð kona hans og komu þau á Big Point árið 1894. Þau námu land og reistu þar myndarbú. Böðvar tileinkað sér allar nýungar í búskapnum, notaði traktor við akuryrkjuna og keypti þreskivél, fyrstur bænda í nýlendunni.  Hann efnaðist ágætlega, byggði stórt og gott íbúðarhús með ,, miðstöðvarhitun og rafjósum‘‘ eins og segir í einni heimild.