ID: 4249
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Borghildur Albertsdóttir fæddist 4. desember, 1863 í Dalasýslu.
Barn.
Hún fór vestur til Bandaríkjanna árið 1874 með foreldrum sínum, Albert Gíslasyni og Guðríði Guðmundsdóttur. Þau settust að í Milwaukee í Wisconsin þar sem þau bjuggu lengi og báru bæði Albert og Guðríður þar beinin. Hann dó 1906 og hún 1921. Það verður því að teljast líklegt að þar hafi Borghildur líka búið alla tíð.
