
Borghildur Sigmundsdóttir Mynd AOT
Borgildur Sigmundsdóttir fæddist 23. október, 1872 í N. Múlasýslu.
Maki: 1889 Metúsalem Vigfússon f. á Háreksstöðum í N. Múlasýslu 20. júní, 1855. Metusalem V. Peterson vestra.
Börn: 1. Anna Sigrún f. í október, 1890 í N. Dakota 2. Lovísa Vilborg f. 1893 í N. Dakota 3. Vilhelmína Friðrika f. í janúar, 1897 í Minnesota 4. Pétur Vigfús f. 1899 í Minnesota 5. Páll Vilhjálmur f. um 1904 í Minnesota 6. Haraldur Björgvin f. 1915.
Borghildur fór vestur til Nýja Íslands árið 1878 með móður sinni, Guðrúnu Einarsdóttur og Vilhjálmi bróður sínum. Þau fluttu þaðan til Mountain í N. Dakota árið 1883 þar sem Guðrún varð úti snemma árs, 1884. Borghildur var tekin í fóstur af hjónunum Þorláki Jónssyni og Lovísu Níelsdóttur í Mountain og sonur þeirra Björn tók Vilhjálm að sér.
Metúsalem flutti til Nýja Íslands árið 1876 þar sem hann dvaldi um hríð, fékk svo járnbrautarvinnu vestur af Winnipeg. Vann á ýmsum stöðum í Manitoba til ársins 1880, flutti þá suður til N. Dakota. Metúsalem og Borghildur hófu búskap á litlu landi suðaustur af Mountain og þar bjuggu þau til ársins 1896 en þá settust þau að í Roseau í Minnesota. Eftir ellefu ár seldi Metúsalem land sitt og bústofn og fluttu þau nú vestur til Blaine í Washington. Þar voru þau til ársins 1917 en þá komu þau sér fyrir í Yakima þar sem þau stunduðu aldinrækt um árabil með börnum sínum.
