ID: 18803
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1937
Brynjólfur Egill Björnsson fæddist 11. október, 1875 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn í Winnipeg 26. febrúar, 1937.
Maki: María Guðrún Kristjánsdóttir f. 1874 í S. Þingeyjarsýslu.
Börn: 1. Lárus Albert f. 13. október, 1903 2. Hannes Brynjólfur f. 1905 3. Ingibjörg Kapitóla f. 25. nóvember, 1907 4. Baldur Hallgrímur f. 7. apríl, 1912 5. Hallfríður María f. 24. desember, 1916.
Brynjólfur fór vestur um haf með foreldrum sínum árið 1888 og námu þau land í Nýja Íslandi. Brynjólfur fór 18 ára til Winnipeg í nám og varð múrari. Hann vann við iðn sína á Gimli, bjó í Framnesbyggð og Arborg áður en hann og María fluttu til Winnipeg árið 1927.
