Brynjólfur Brynjólfsson

ID: 6147
Fæðingarár : 1829
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1917

Brynjólfur Brynjólfsson Mynd SÍND

Brynjólfur Brynjólfsson fæddist 14. ágúst, 1829 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn í N. Dakota 2. janúar, 1917.

Maki: 1852 Þórunn Ólafsdóttir f. 1829 í Skagafjarðarsýslu, d. 1892.

Börn: 1. Ólafur Björn f. 25. ágúst, 1857, d. 10. maí, 1921 2. Jónas Benedikt f. 1858 3. Skafti Brynjólfur f. 29. október, 1860, d. 21. desember, 1914 4. Björn Stefán f. 3. nóvember, 1864, d. 7. ágúst, 1920 5. Magnús f. 28. maí, 1866, d. 16. júlí, 1910 6. Sigríður f. 16. janúar, 1871, 7. október, 1918. Brynjólfur átti fyrir dóttur:  Sigríður Dýrleif f. 1849, d. 7. október, 1909.

Þau fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og voru eitt ár í Kinmount. Fóru þaðan austur í Markland í Nova Scotia og nefndu bæ sinn Vatnsdal. Þau fluttu til Duluth í Minnesota þar sem þau bjuggu í eitt ár en fóru svo áfram vestur í Thingvallabyggð í N. Dakota. Með þeim vestur fór Sigríður Hinriksdóttir, móðir Þórunnar.