ID: 17756
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1918
Dánarár : 1960
Brynjólfur Jones fæddist á Sandnesi í Mikley 10. febrúar, 1918. Drukknaði í Winnipegvatni 5. maí, 1960.
Maki: 21. mars, 1942 Sigríður Kristjana Lorraine f. í Mikley.
Börn: 1. Sigurður Brynjólfur 2. Wendy Lorraine 3. Wanda Lorella 4. Vigdís Anna 5. Bonnie Lee 6. Þorbergur Craig.
Foreldrar Brynjólfs voru Þorbergur Brynjólfsson og Anna Sigríður Helgadóttir í Mikley. Brynjólfur stundaði fiskveiðar í Winnipegvatni með föður sínum og bræðrum.