
Cecil Sybrant og Marjorie Mynd VÍÆ II
Cecil Sybrant Swanson fæddist í Washingtonríki 15. desember, 1913.
Maki: 1945 Marjorie Notar, uppruni óljós.
Barnlaus.
Cecil var sonur Davíðs Þorkelssonar og Kristínar Bjarnadóttur í Bellingham, Washington. Hann lauk grunnskólaprófi frá Whatcom High School með viðskiptafræði sem aðalgrein. Að því loknu fékk hann vinnu í tvö ár við landbúnað hjá móðurbróður sínum,, Bergsteini Bjarnasyni í Saskatchewan. Flutti þá vestur til Ballingham og vann á húsgagnaverkstæði. Hann lauk námskeiði í verslunarskóla árið 1944 og gerðist bókari. Frá 1956 var hann bókhaldari hjá Whatcom Cointy Dairymen´s Association. Var 3 ár í Washington State National Guard og um þær mundir sinnti hann ýmsum samfélagsmálum, m.a. söng hann í mörg ár í kór First Babtist Church og vann ýmis störf fyrir söfnuðinn.