ID: 1956
Fæðingarár : 1843
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýslu
Dánarár : 1935

Daníel Grímsson Mynd VÍÆ II
Daníel Grímsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 19. apríl, 1843. Dáinn 24. janúar, 1935 í Mozart í Saskatchewan.
Maki: 30. nóvember, 1878 Sigríður Þorsteinsdóttir f. 12. júlí, 1858, d. 28. nóvember, 1917 í Saskatchewan.
Börn: 1. Guðmundur Þorsteinn f. 26. júní, 1878 í Gullbringusýslu 2. Hallgrímur Berg f. 31. október, 1880 í Gullbringusýslu 3. Stefanía f. 3. ágúst, 1884 í Gullbringusýslu 4. Guðrún f. 1887, d. 1934 5. Jón Helgi f. 1. febrúar, 1891, d. 21. ágúst, 1954 6. Valdimar f. 1892 7. Vilberg f. 11. júní, 1897 8. Valgerður f. 1900
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1885 og fóru þaðan í Garðarbyggð í N. Dakota. Árið 1906 fluttu þau vestur í Vatnabyggðir í Saskatchewan og námu land vestur af Elfros.
