
Daníel Jósepsson Mynd VÍÆ I
Daníel Jósepsson fæddist 8. maí, 1884 í Húnavatnssýslu. Líndal vestra.
Maki: 1914 Margrét Jónsdóttir f. 13. janúar, 1890 í Mountain í N. Dakota. Fyrir hjónaband var hún Eyjolfson.
Börn: 1. Ingólfur Jósep 2. Aurora (þau voru tvíburar) 3. Lilja 4. Trausti 5. Norman 6. Allan 7. Lillian.
Daníel flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Jósep Jónadabssyni og Sigríði Björnsdóttur og systkinum. Þau námu land í Lundarbyggð og bjuggu þar. Foreldrar Margrétar, Jón Eyjólfsson og Guðrún Guðmundsdóttir bjuggu fyrst í Mountain í N. Dakota. Fluttu þaðan norður í Voga við Manitobavatn og seinna Westbourne. Þaðan lá svo leiðin í Lundarbyggð árið 1909. Daníel og Margrét bjuggu í Lundar en þar sundaði Daníel verslun og viðskipti.
