Davíð Bjarnason

ID: 2345
Fæðingarár : 1822
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1904

Davíð Bjarnason fæddist í Húnavatnssýslu árið 1822. Dáinn í Saskachewan 19. maí, 1904. Westmann vestra.

Maki: Þórdís Jónsdóttir. Lést á Íslandi 13. júní, 1895.

Börn: 1. Alexander f. 1854 flutti vestur árið 1887 2. Bjarni f. 18. september, 1855, f. vestur árið 1882 3. Tomína Guðrún f. 8. nóvember, 1857 f. vestur 1886 4. Daníel f. 1897.

Davíð og Þórdís bjuggu síðustu árin í Fornahvammi í Mýrasýslu og þar lést Þórdís. Davíð fór vestur með son sinn Daníel árið 1900 til Winnipeg í Manitoba. Þeir fóru rakleitt til Bjarna, sonar Davíðs í Churchbridge í Saskatchewan. Davíð lét sig ekki muna um  að nema land í Þingvallabyggð og bjó á því til dauðadags.