Davíð Magnússon

ID: 15438
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1899

Davíð Magnússon fæddist í Cavalier County í N. Dakota 5. maí, 1899.

Maki: 29. mars, 1929 Gróa Sæmundsdóttir f. 19. maí, 1897 í Mýrasýslu.

Börn: 1. Erling f. 29. september, 1933.

Davíð var sonur Magnúsar Davíðssonar og Sigurbjargar Jónasdóttur, sem voru bændur skammt frá Cavalier í N. Dakota. Davíð vann ýmis landbúnaðarstörf framan af ævi en rak svo járnvöruverslun í Cavalier.  Foreldrar Gróu voru Sæmundur Jakobsson og Helga Helgadóttir, sem vestur fluttu árið 1899 og settust að í Svoldarbyggð í N. Dakota.