
Dr Harold Blöndal Mynd VÍÆ II
Harold Blöndal fæddist í Winnipeg 18. júní, 1917. Dr. Harold Blöndal vestra
Maki: 1) 1946 Patricia Jenkins, rithöfundur f. í Souris í Manitoba árið 1927, d. 4. nóvember, 1959. 2) Doreen Stenton.
Börn: Með Patricia 1. Stephanie f. 18. ágúst, 1953 2. John August f. 28. september, 1955
Harold var sonur Dr. Ágústs Blöndals og Guðrúnar Stefánsdóttur í Winnipeg. Hann gekk menntaveginn, lauk B. Sc. prófi í rafmagnsverkfræði frá Manitobaháskóla árið 1939 og innritaðist svo í læknisfræði í sama skóla. Árið 1941 var hann skráður í flugher Kanada og fékk þjálfun í Toronto. Sendur til Bretlands þar sem hann var til ársins 1943. Þá fór hann til Indlands og var í indverska flughernum til ársin 1945. Hélt þá námi í læknisfræði áfram og útskrifaðist frá Manitobaháskóla árið 1949. Þá tók við ársdvöl í Chalk River í Ontario þar sem hann vann í kjarnorkuveri. Hann fór til Englands í framhaldsnám í krabbameinsrannsóknum og stundaði svo krabbameinsrannsóknir í Winnipeg árin 1951-1955. Meðal ritverka Ptricia eru skáldsögurnar Strangers in love, A Candle to light the Sun og From Heaven with a Shout.