Earl K Swanson

ID: 20257
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1918

Earl Keith Swanson og Lois M Knutson Mynd VÍÆ II

Earl Keith Swanson fæddist í Bellingham 9. apríl, 1918.

Maki: 1947 Lois Marjorie Knutso, uppruni óljós.

Börn: 1. Leslie Ann f. 1949 2. Marc Lewis f. 1951 3. David Keith f. 1961.

Earl var tvö ár í Whatcom High School en árið 1937 innritaðist hann í sjóher Bandaríkjanna. Hann sigldi víða á næstu árum, til Kína, Filippseyja og Hawai. Árið 1941 var hann laus úr hernum og vann á sama húsgagnaverkstæði í Bellingham og Cecil bróðir hans. Í mars, 1942 gekk hann í strandher Bandaríkjanna og vann á herskipum sem vernduðu skipalestir frá austurströnd Bandaríkjanna til Miðjarðarhafslanda. Þar var hann til ársins 1945, fór þá heim til Washington og hóf nám í Western Washington State College. Lauk þar kennaraprófi og kenndi víða í ríkinu. Var síðast starfandi skólastjóri í Parkview Elementary School í Bellingham.