Eggert Arason

ID: 17232
Fæðingarár : 1856
Dánarár : 1924

Eggert Arason fæddist í Eyjafjarðarsýslu 14. febrúar, 1856. Dáinn í Nýja Íslandi 1924.

Maki: 20. júní, 1885 Sigurlína Jónasdóttir f. 1. maí, 1867 í Eyjafjarðarsýslu, d. 25. september, 1911.

Börn: 1. Jónas Óli f. 1885 2. Þorsteinn Grímur f. 1885 3. Sigurður Ari f. 1888 4. Ingibjörg Elina f. 1890, d.1890 5.Oddleifur f. 1890 6. Jóhann Godfred f. 1893, d. 1961 7. Elín f, 9. september, 1896, d. 1975 8. Jónasína f. 1900, d. 1983 9. Eggert f. 1902 10. Judith Ingibjörg f. 1905.

Þau fluttu til Vesturheims eftir 1890 og hófu búskap í Íslendingabyggð í N. Dakota. Þaðan lá leiðin norður í Nýja Ísland fyrir 1897 og nam Eggert land skammt frá Gimli.