Eggertína Eggertsdóttir

ID: 3986
Fæðingarár : 1882
Fæðingarstaður : Mýrasýsla

Eggertína Sigríður Eggertsdóttir Mynd VÍÆ III

Sigríður Eggertína Eggertsdóttir fæddist í Mýrasýslu 24. janúar, 1882.

Maki: 27. desember, 1901 Sigurður Jónsson f. árið 1877 í Árnessýslu, d. 23. júlí, 1952. Sigurdur J. Sigurdson vestra.

Börn: 1. Eggert f. 22. maí, 1902 2. Leó Gladstone f. 20. apríl, 1904 3. Jón Percival f. 6. apríl 1905 4. Sigríður f. 14. mars, 1911 5. Árni f. 16. nóvember, 1912 6. Florence Berenice f. 18. september, 1926.

Eggertína fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með foreldrum sínum, Eggerti Jónssyni og Sigríði Jónsdóttur, hún var systir Árna Eggertssonar athafnamanns í Winnipeg.. Þau settust að norður af Gimli í Nýja Íslandi. Fluttu þaðan til Winnipeg ári síðar og bjuggu þar í sex ár. Þaðan lá leið fjölskyldunnar til Narrows við Manitobavatn þar sem Eggert dó árið 1897. Fór þá ekkjan með Jóni syni sínum í Álftárdal árið 1899 með yngstu börns sín, Kristínu og Eggertínu. Þar kynntist Eggertína Sigurði sem kom í dalinn árið 1898. Þau bjuggu lengstum þar um slóðir.