ID: 18974
Fædd(ur) vestra
Fæðingarstaður : Árnesbyggð
Egill Jóhannsson fæddist í Nýja Íslandi.
Maki: Sigríður Ásdís Jónsdóttir f. í S. Múlasýslu árið 1895.
Börn: 1. Jón 2. Jóhann 3. Doreen 4. Guðfinna.
Egill var sonur Jóhannns Ingjaldssonar og Bjargar Erlendsdóttur, landnema í Árnesbyggð. Sigríður var dóttir Jóns Jónssonar og f. konu hans, Guðfinnu. Sigríður fór vestur með föður sínum og seinni konu hans, Arndísi Guðmundsdóttur og systkinum sínum. Þau fóru til Winnipeg í Manitoba árið 1903 og þaðan í Argylebyggð. Seinna fluttu þau í Elfrosbyggð í Vatnabyggð í Saskatchewan. Egill og Sigríður bjuggu þar fyrst um sinn en fluttu árið 1927 í Vallarbyggð. Upplýsingar um fæðingardag Egils vantar.
