Eilífur Guðmundsson

ID: 19093
Fæðingarár : 1841
Fæðingarstaður : V. Skaftafellssýsla

Eilífur Guðmundsson fæddist í V. Skaftafellssýslu árið 1841.

Maki: Arnheiður Þorsteinsdóttir f. 1848 í V. Skaftafellssýslu.

Börn: 1. Guðmundur 2. Þorsteinn f. 9. október, 1874 3. Guðbjörg

Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og fóru sama ár suður í Pembinabyggð í N. Dakota. Árið 1902 fluttu þau vestur að Kyrrahafi og settust að í Marietta í Washington.