Einar Árnason

ID: 2186
Fæðingarár : 1834
Dánarár : 1920

Einar Árnason fæddist í Borgarfjarðarsýslu 20. janúar, 1834. Dáinn í Brandon í Manitoba 20. október, 1920.

Maki 1) Guðrún Magnúsdóttir f. 29. júní, 1829, d. á Íslandi 7. ágúst 1878. 2) Guðrún Guðmundsdóttir f. 1834.

Börn: með fyrri konu 1. Þuríður f. 1857 2. Magnús f. 1860 3. Árni f. 1864 4. Vigdís f. 1868 5. Halldóra f. 1872. Árni og Halldóra fóru með föður sínum vestur.  Guðrún Guðmundsdóttir átti með fyrri manni: 1. Rannveigu f. 1842 2. Oddnýu f. 1851 3. Árnýu f. 1852, sem fóru með móður sinni vestur. Með þeim fór fósturbarn, Margrét Guðmundsdóttir f. 1881.

Einar og Guðrún fluttu vestur til Manitoba árið 1887 og settust að í Brandon.