Einar Hinriksson

ID: 3252
Fæðingarár : 1885
Dánarár : 1957

Einar Jón Hinriksson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 7. ágúst, 1885. Dáinn í Manitoba 15. ágúst, 1957.

Maki: 17. nóvember, 1909 María Gunnlaugsdóttir fæddist í S.-Þingeyjarsýslu 3. maí, 1886. Dáin í Selkirk 23. maí, 1962.

Börn: 1. Ólöf Edna f. 8. september, 1910 2. Gunnthor John f. 3. september, 1912.

Foreldrar Einars voru Hinrik Jónsson og Guðrún Einarsdóttir er vestur fluttu árið 1888. María var dóttir Gunnlaugs Oddssonar  og Guðnýjar Ó Sigfúsdóttur og fór hún með þeim vestur árið 1888. Hún og Einar Jón bjuggu í Selkirk, hann vann hjá Manitoba Steel Foundry.