ID: 20256
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1898

Einar I Sigfússon og Violet Bristow Mynd VÍÆ V
Einar Ingiberg Sigfússon fæddist á Sandy Bar í Fljótsbyggð 9. janúar, 1898.
Maki: 28. mars, 1930 Violet Dorothy Lucille Bristow f. á Gimli 20. júlí, 1912.
Börn: 1. Donna Mae f. 17. október, 1935.
Einar var sonur Sigfúsar Einarssonar og Guðrúnar Þorláksdóttur landnema í Nýja Íslandi. Violet var dóttir William Herbert Bristow og Guðrúnar Friðrikku Gottskálksdóttur á Gimli. Einar stundaði framhaldsnám í Success Business College í Winnipeg og gerðist útgerðarmaður á Winnipegvatni. Árið 1950 stofnaði hann með konu sinni fasteignasölu á Gimli og ráku þar leigu- og tryggingaþjónustu.