Einar Jónsson

ID: 16860
Fæðingarár : 1882
Dánarár : 1959

Einar Jónsson Mynd VÍÆ I

Einar Jónsson fæddist í Rangárvallasýslu 31. mars, 1882. Dáinn í Manitoba 5. október, 1959. Johnson vestra.

Maki: 16. febrúar,1905 Solveig Þorsteinsdóttir f. í Reykjavík 9. september, 1886.

Börn: 1. Sigríður f. fædd 2. júní, 1906 á Íslandi 2. Ólafía Helga f. 23. maí, 1919 í Manitoba 3. Pálína Valgerður  f. 17. júní, 1924.

Þau fluttu vestur til Manitoba árið 1912. Einar hafði stundað fiskveiðar og verslunarstörf á Íslandi og hneigðist því hugur hans vestra að því sama. Hann kannaði málin í Winnipeg, skoðaði aðstæður í Poplar Park, rúmum 100 km norðaustur af Winnipeg. Þaðan lá svo leið hans að Lonely Lake norðaustur af Manitobavatni þar sem hann var með stórbú. Árið 1928  flytur hann til Steep Rock þar sem hann opnaði og rak verslun. Bjó þar síðan.