ID: 20017
Fæðingarár : 1884
Dánarár : 1971

Einar og Kristrún ásamt fjórum börnum sínum Mynd BG

Gröf Einars og Kristrúnar í Calgary. Mynd BG.
Einar Jónsson fæddist árið 1884 á Suðurlandi. Dáinn í Calgary í Alberta árið 1971.
Maki: Kristrún Sigtryggsdóttir f. í Glenboro í Manitoba 13. febrúar, 1889, d. í Alberta árið 1975. Kristrún Johnson í Calgary.
Börn: upplýsingar um fjölda og fæðingarár vantar.
Einar mun hafa flutt til Vesturheims skömmu eftir 1900. Kristrún var dóttir Sigtryggs Jóhannssonar og fyrri konu hans, Kristrúnar Stefánsdóttur. Einar og Kristrún bjuggu í Calgary alla tíð.
