Einar S Einarsson

ID: 17715
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887
Dánarár : 1935

Einar S Einarsson Mynd VÍÆ II

Einar Sigurjón Einarsson fæddist á Mountain í N. Dakota 17. júní, 1887. Dáinn á Gimli 8. júlí, 1935.

Maki: 24. ágúst, 1915 Anna M Tærgesen f. 24. apríl, 1889.

Börn: 1. Ólöf f. 18. október 2. Margrét Inga f. 1918 3. Einar S f. 15. apríl, 1921.

Einar var sonur Einars Jónassonar og Jónínu Ingibjörgu Sigfúsdóttur sem bjuggu í N. Dakota. Fluttu þaðan vestur til Alberta árið 1888 og bjuggu þar vestra til ársins 1899 en þá fóru þau til Gimli. Einar lauk þar miðskólaprófi og sinnti eftir það ýmsum embættum á Gimli. Var bæjarritari, skólaráðsmaður og seinna bæjarstjóri. Anna Margrét var dóttir Péturs Tærgasen og Sigríðar Pálsdóttur sem vestur fóru til Nýja Íslands árið 1887.