ID: 1451
Fæðingarár : 1883
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1930
Einar Sæmundsson fæddist í Rangárvallasýslu 13. september, 1883. Dáinn í Salt Lake City 30. júní, 1930, grafinn í Spanish Fork. Einar S Johnson í Utah.
Maki: 20. janúar, 1904 Lilly Hales f. 29. desember, 1884 í Spanish Fork.
Börn: 1. Mary Edna f. 2. apríl, 1906, d. 21. júlí, 1979 2. Ruth Luella f. 23. nóvember, 1908, d. 1. mars, 1989 í Kalifornía. 3. Barney f. 17. ágúst, 1910, d. 1971.
Einar flutti til Utah árið 1886 með foreldrum sínum, Sæmundi Jónssyni og Kristínu Bjarnadóttur og systkinum. Þau settust að í Spanish Fork. Einar var trésmiður.
