Einar Þorkelsson

ID: 14087
Fæðingarár : 1852
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla

Einar Þorkelsson og Sigríður Eyjólfsdóttir Mynd. SÍND

Einar Þorkelsson fæddist 17. október, 1852 í S. Múlasýslu. Scheving vestra.

Maki: 7. október, 1882 Sigríður Eyjólfsdóttir f. 1859 í S. Múlasýslu.

Börn: 1. Ólöf Flora f. 1884, d. 1907 2. Albert f. 1886, d. 1901 3. Edward Árni f. 1888 4. Eyjólfur Franklín f. 1891 5. Einar Þorkell f. 1897, d. 1900 6. Margrét Lukka f. 1900 7. Albert Þorkell f. 1902 8. William Einar f. 1903 9. Jón (John) Gísli f. 1904.  3. Tvíburar William Jón (John) og Margrét dóu 1894.

Einar fór vestur árið 1875 og kom fyrst til Boston í Bandaríkjunum. Þaðan fór hann til Parry Sound í Ontario í Kanada en þangað höfðu fáeinir Íslendingar leitað árið áður. Þar var hann í þrjú ár en flutti árið 1878 til Winnipeg. Fjölskylda hans var þá komin til Nýja Íslands, m.a. Árni, bróðir hans. Eyjólfur Kristjánsson frá Breiðavaði í S. Múlasýslu kom til Winnipeg sama ár með sína fjölskyldu. Einar átti Sigríði og Árni Margréti, báðar Eyjólfsdætur. Þeir fóru saman suður til N. Dakota árið 1879 og námu land í Carlislebyggð austur af Cavalier þorpi. Þar bjuggu bræðurnir félagsbúi til ársins 1895 en þá seldi Einar bújörð sína og flutti vestar í N. Dakota í Cavalierebyggð en flutti svo þaðan til San Diego í Kaliforníu árið 1920.