Eiríkur Ólafsson fæddist í Rangárvallasýslu 14. nóvember, 1823. Dáinn á Íslandi 14. október, 1900. Eirikur from Brunum í Utah.
Maki: 1) Rúnveldur Runólfsdóttir f. 17. maí, 1823 í V. Skaftafellssýslu, d. 1881 í North Platte í Nebraska. 2) Á Íslandi: Guðfinna Sæmundsdóttir f. 2. október, 1865 í Kjósarsýslu.
Börn: 1. Ingveldur f. 17. janúar, 1854, d. 31. mars, 1930 í Spanish Fork 2. Sveinn f. 1857.
Þau fóru vestur áleiðis til Utah árið 1881 og veiktist Rúnveldur á leiðinni. Hún komst til Nebraska og lést þar. Ingveldur hélt áfram til Spanish Fork með son sinn Þorbjörn Þorvaldsson en Eirikur varð eftir og annaðist greftrun konu sinnar. Komst hann á leiðarenda nokkru seinna. Hann fór til Íslands sem trúboði ári seinna, skrifaði bæklinga um mormónatrú og fór þar víða um land. Sneri aftur til Utah árið 1883 og bjó í Spanish Fork til ársins 1893. Flutti þá alfarinn til Íslands með viðkomu hjá Sveini, syni sínum í Independence í Missouri.
