Eiríkur Rafnkelsson

ID: 1677
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : A. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1940

Eiríkur Rafnkelsson fæddist árið 1850 í A. Skaftafellssýslu. Dáinn 25. september, 1940.

Maki: Steinunn Jónsdóttir f. 1846 í A. Skaftafellssýslu d. 4. apríl, 1931.

Börn: 1. Sigríður f. 10. nóvember, 1872 2. Rafnkell f. 10. október, 1879 3. Jón f. 22. október, 1882 4. Jón f. 4. desember, 1884 5. Gísli f. 9. ágúst, 1890 í Mikley.

Eiríkur og Steinunn fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1889 og settust að í Mikley. Með þeim vestur fór móðir Eiríks, Þorgerður Sigurðardóttir. Þaðan fóru þau í Ísafoldarbyggð árið 1891 en fluttu þaðan í Lundarbyggð árið 1902.