ID: 20269
Fæðingarár : 1916
Eiríkur Þór Eiríksson fæddist 6. ágúst, 1916 í Stony Hill í Manitoba. Dáinn í Lundar 14. febrúar, 1980. Eirikur (Eric) Eirikson vestra.
Maki: Isabelle Malcolm frá Swan Creek.
Börn: 1. Patty f. 1960 2. Kelly f. 1965.
Eiríkur var sonur Rafnkels Eiríkssonar og Halldóru Sveinsdóttur í Lundar. Hann var í kanadíska hernum í Seinni Heimstyrjöldinni árin 1939-1945, særðist og missti annan handlegginn. Sneri aftur heim og gerðist smiður og rak minkabú.