Elías E Eggertsson

ID: 4503
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla
Dánarár : 1956

Elías Eggert Eggertsson fæddist í Barðastrandarsýslu árið 1869. Dáinn í Kaliforníu 22. október, 1956. E. E. Vatnsdal vestra.

Maki: 22. nóvember, 1892 í Mountain Guðrún Jónsdóttir f. árið 1876 í Strandasýslu, d. í Vatnabyggð árið 1929.

Börn: 1. Jónína Ragnhildur f. 9. október, 1893 2. Soffía Alísabet f. 18. desember, 1894 3. Eggert Franklín f. 7. mars, 1896 4. Jón (John) f. 17. apríl, 1899 5. Matthías Leslie f. 1. nóvember, 1900 6. Lilja f. 2. október, 1902, d. í Mountain 7. Theodore f. 17. apríl, 1904 8. Jóel Alexander f. 6. mars, 1906 9. Emily 10. Perla 11. Jónas Hallgrímur f. 10. júlí, 1913, d. 1913 12. Anna Svanborg f. 24. október, 1916 13. Jónasína.

Elías flutti vestur árið 1886 með foreldrum sínum, Eggerti Magnússyni og Soffíu Friðriksdóttur. Þau settust að í N. Dakota. Guðrún var dóttir Jón Jónssonar og Ragnhildar Jósepsdóttur sem vestur fluttu árið 1876 og settust fyrst að í Nýja Íslandi. Þar hét Mæri. Elías og Guðrún fluttu í Roseau sýslu í Minnesota árið 1896 en miklir þurrkar og flóð í kjölfar þeirra auk tíðra sléttuelda gerði ungum bændum það ómögulegt að halda þar áfram. Þau fóru til baka til Mountain og þaðan vestur til Milton. Eftir einhvern tíma fluttu þau norður í Vatnabyggð og settust að nærri Mozart.

Aftari röð: Alexander, Jón, Soffía, Frank, Theodore, Leslie, Jónína. Fremri röð Emily, Perla, Guðrún, Jónasína, Elías og Anna. Mynd RbQ