Elín Eiríksdóttir

ID: 15494
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1934

Elín Indíana Eiríksdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 3. september, 1850. Dáin í Vatnabyggð árið 1934.

Maki: Bjarni Stefánsson fæddist í Húnavatnssýslu 1. október, 1854. Dáinn í Saskatchewan 7. janúar, 1913. Í sumum heimildum skráður Stephanson

Börn: 1. Stefán Danival f. 1880 2. Eiríkur 3. Engilráð 4. Anna Jakobína f. 24. júlí, 1887 5. Elí Bjarni 6. Karólína

Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og bjuggu þar til ársins 1886. Námu þá land í Þingvallabyggð í Saskatchewan og bjuggu þar í 12 ár. Þá fluttu þau austur til Manitoba og námu land í Strathclair ásam fáeinum öðrum Íslendingum. Þar voru þau næstu fjórtán árin en fóru þaðan í Vatnabyggð í Saskatchewan og námu land nærri Elfros.