Elín Sigríður Guðjónsdóttir fæddist í Winnipeg 16. september, 1887. Johnson og seinna Thorlakson vestra.
Maki: Páll Gunnar Þorsteinsson fæddist í N. Dakota 28. október, 1883. Dáinn í Winnipeg 19. ágúst, 1937. Páll G. Thorlakson vestra.
Börn: 1. Aldís Eleanor f. 27. október, 1907.
Páll Gunnar var sonur Þorsteins Þorlákssonar og Hlaðgerðar Grímsdóttur Laxdal landnema í N. Dakota 1880. Elín Sigríður var dóttir Guðjóns Jónssonar og Oddnýjar Einarsdóttur. Guðjón flutti vestur árið 1883 með foreldrum sínum Jóni Jónssyni og Vilborgu Guðjónsdóttur úr Snæfellsnessýslu. Oddný flutti vestur árið 1884, fædd í Axarfirði. Páll ólst upp í N. Dakota en flutti til Winnipeg með foreldrum sínum og systkinum. Þar kynntist hann Elínu og þar bjuggu þau. Páll vann hjá Ford Motor Co. um árabil.
