Elín Guðrún Jónasdóttir fæddist í Seattle í Washington 15. ágúst, 1914.
Maki: 31. mars, 1941 Hannes Kjartansson f. í Reykjavík 27. febrúar, 1917.
Börn: 1. Kjartan Jónas 11. júní, 1942 2. Stefanía Margrét f. 18. nóvember, 1944 3. Anna Elín f. 16. janúar, 1948.
Elín var dóttir séra Jónasar Ara Sigurðssonar og Stefaníu Ólafsdóttur. Hún bjó í foreldrahúsum í Washington til 1918, í Þingvallabyggð í Saskatchewan til ársins 1927 og í Selkirk, Hún lauk verslunar- og kennaranámi í Winnipeg og kenndi um skeið í Manitoba. Starfaði við íslenska skálann á heimssýningunni í New York 1939-1940 og þar kynntist hún Hannesi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1937, stundaði nám í verkfræði í Þýskalandi 1937-1939 og viðskiptafræði við Háskóla Íslands 1939-1940. Hann stofnaði fyrirtækið General American and Dominion Export Corporation og veitt því forstöðu. Hann var ræðismaður Íslands í New York frá 1948, fulltrúi Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá 1965.
