Elín Þ Sigurðardóttir

ID: 12282
Fæðingarár : 1869
Dánarár : 1959

Elín Þóra Sigurðardóttir fæddist 4. júní, 1869 í N. Múlasýslu. Dáin í Langruth, Manitoba 18. apríl, 1959.

Maki: Sigurður Finnbogason f. 17. júní, 1856 í N. Múlasýslu, d. í Langruth í Manitoba 1. febrúar, 1943.

Börn: 1. Jón f. í Vopnafirði 5. desember, 1892 2. Ingibjörg Arnþrúður f. í Kanada 22. janúar, 1895 3.  Þórarinn f. á Brú í Argylebyggð í Manitoba 22. ágúst, 1897.

Sigurður og Elín fluttu vestur til Manitoba með Jón litla ársgamlan árið 1893. Samferða þeim vestur var Ingibjörg Jónsdóttir, móðir Elínar. Þau bjuggu fyrst á Brú í Argylebyggð,  síðan í Winnipeg og svo Sinclair í Manitoba áður en þau settust að í Langruth árið 1911. Sigurður vann landbúnaðarstörf og smíðar en síðast járnbrautarvinnu í ein 30 ár.