ID: 16905
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1889
Elísabet Guðnadóttir fæddist í Eyford, N. Dakota 20. október, 1889.
Maki: 4. apríl, 1913 Guðmundur Júlíus Jónasson f. í Skagafjarðarsýslu 31. júlí, 1887.
Börn 1. Lovísa Guðlaug f. 15. febrúar, 1914 2. Guðbjartur Jónas f. 17. október, 1916 3. Elín Guðný f. 17. nóvember, 1918 4. Kristinn Moritz f. 4. október, 1922 5. Joseph Pálmi f. 25. desember, 1927.
Guðmundur flutti vestur árið 1905 til N. Dakota og settist að nærri Mountain. Verið bóndi þar í sveitinni alla tíð. Faðir Elísabetar, Guðni Gestsson fór vestur árið 1887 og settist að í Eyford í N. Dakota. Móðir Elísabetar var Guðlaug Jónsdóttir.
