Elizabeth Sigríður Sigurðardóttir fæddist í Ontario í Kanada 5. júlí, 1874. Dáin í Manitoba 4.júlí, 1951.
Maki: Albert Jónsson f. á Akureyri 2. nóvember, 1866, d. í Winnipeg 15. maí, 1938. Johnson vestra.
Börn: 1. Albert A Johnson f. í Winnipeg 2. mars, 1907.
Elizabeth var dóttir Sigurðar Jóhannessonar frá Mánaskál og Guðrúnar Guðmundsdóttur er vestur flutt yil Kanada árið 1873. Þau voru fyrst í Ontario en flutt þaðan austur í Markland í Nova Scotia, þar hét Hléskógar. Árið 1882 fluttu þau til N. Dakota. Albert flutti vestur til Winnipeg árið 1887 og vann við að prenta Lögberg. Seinna opnaði hann og rak kjötverslun um árabil. Síðar á ævinni vann hann við húsbyggngar og fasteignasölu. Hann varð ræðismaður Íslendinga og Dana í Winnipeg árið 1924.
