Erlendur Gíslason fæddist í Húnavatnssýslu 13. mars, 1856. Dáinn 28. janúar, 1945 í Burnaby, B.C. Skrifaði sig Edward Gislason Gillies vestra.
Maki: Kristjana Elísabet Andrea Stefánsdóttir f. 12. september, 1862 í Húnavatnssýslu, d. 7. janúar, 1952 í Vancouver.
Börn: 1. Niletha f. 5. júlí, 1889, d. 12. október, 1984 2. Lydia Esmerelda f. 26. mars, 1892 3. Valtýr f. 5. október, 1894, d. Í bílslysi 26. júní, 1938 í Ontario 4. Sylvia (Anna) f. 17. apríl, 1900 í Winnipeg, d. 1976.
Erlendur flutti vestur til Kanada árið 1882 og nam land í South Cypress sýslu 24. ágúst, 1889. Búskapur hentaði honum ekki svo hann flutti til Winnipeg og vann þar við járnsmíði. Seinna fluttu þau hjónin vestur að Kyrrahafi, bjuggu fyrst í Bellingham en seinn í Vancouver í Bresku Kólumbíu.
