Eyjólfur Jónsson

ID: 14057
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1833
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1898

Eyjólfur Jónsson fæddist í S. Múlasýslu árið 1833. Dáinn 15. janúar, 1898 í Manitoba. Oleson vestra.

Maki: 1) Guðrún Guðmundsdóttir dó á Íslandi 2) Sigurveig Sigurðardóttir f. í Vopnafirði í N. Múlasýslu 1844.

Börn: Með Guðrúnu 1. Guðmundur Oleson f. 1866 2. Guðbjörg f. 1869, d. 21. janúar, 1908 3. Svanhvít f. 1873, d. 1894. Með Sigurveigu 1. Guðrún Stefanía f. 1880 2. Guðni Júlíus (G. J. Oleson) f. 1882 3. Kristján Aðaljón (C. A. Oleson) f. 1884 4. Halldór Tryggvi f. 1887, d. 7. júní, 1911.

Eyjólfur og Sigurveig fóru vestur með börn hans þrjú til Winnipeg í Manitoba árið 1878 og rakleitt til Nýja Íslands. Þar nam Eyjólfur Fagraland í Víðinesbyggð þar sem hann bjó til ársins 1892. Flutti þaðan í Argylebyggð og bjó tvö ár nærri Belmont. Flutti norður í Hólabyggðina árið 1894 og bjó þar sín síðustu ár.