ID: 1343
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Árnessýslu
Eyjólfur Tómasson fæddist í Árnessýslu árið 1862.
Maki: Albína Svanfríður Sveinsdóttir f. 1857 í N. Múlasýslu.
Eyjólfur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886 með foreldrum sínum og systkinum. Þau fóru í Þingvallabyggð og voru þar fyrstu árin en þaðan lá leiðin í Big Point byggð og mun Eyjólfur hafa tekið þar land en ekki sest þar að. Albína fór vestur árið 1883 með móður sinni og systur. Hún og Eyjólfur fluttu vestur að Kyrrahafi og bjuggu í Seattle í Washingtonríki árið 1910. Áttu þá þrjú börn á lífi.